Minna kolefnisspor með hringrásarhagkerfi á skipulögðum og virkum viðskiptavettvangi raforku.
Hringrás raforku næst á skipulögðum viðskiptavettvangi sem tryggir hámarks nýtingu auðlindarinnar og lágmarkar sóun. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku er forsenda samkeppnishæfni á markaði og tryggir jafnt aðgengi að orku og innviðum. Þannig eflum við hringrásarhagkerfið og höfum áhrif til minnkunar kolefnisspors.