Næsta-dags markaður
Næsta-dags markaður
Elma orkuviðskipti býður uppá skilvirk og örugg viðskipti á næsta-dags markaði með raforku. Á markðanum gegnir Elma hlutverki miðlægs mótaðila og tryggir með því nafnleysi í viðskiptum. Markaðsaðilar hafa því einir upplýsingar um eigin umsvif á markaðnum. Hlutverk Elmu sem miðlægs mótaðila felur í sér að í uppgjöri viðskipta verður Elma seljandi gagnvart hverjum kaupanda og kaupandi gagnvart hverjum seljanda og dregur þannig úr mótaðilaáhættu markaðsaðila. Þetta fyrirkomulag stuðlar að öruggu, skilvirku og tímanlegu uppgjöri viðskipta og tryggir jafnræði meðal allra þátttakenda.
Viðskiptakerfið fyrir næsta dags markað er einfalt í notkun og styður við gagnsæ, samkeppnishæf og hagkvæm skammtímaviðskipti.
Markaðsaðilar geta valið milli 24 klukkustunda næsta dags og er markaðurinn opinn fyrir viðskipti alla daga ársins.
Rafræn viðskiptakerfi:
Viðskiptakerfið er rafrænt og nálgast markaðsaðilar það í gegnum veraldarvefinn. Notast er við kerfi Nord Pool sem hefur yfir 30 ára starfsreynslu í rekstri raforkumarkaðar í Evrópu. Kerfið er áreiðanlegt og öruggt í notkun. Þá er viðmótið notendavænt.
- Kerfið er alltaf uppfært og ekki er þörf á sérstakri uppsetningu.
- Kerfið býður uppá notendavænt viðmót fyrir uppboðs tengd raforkuviðskipti.
- Pörun viðskipta eru sjálfvirk
- Öll viðskipti og magntölur eru aðgengilegar með tímanlegum hætti.
- Boðið er uppá API tengingar við bæði viðskipta- og uppgjörskerfi sem gefur tækifæri á sjálfvirknivæðingu ferla.
API
Elma orkuviðskipti býður upp á API lausnir sem samþætta innri viðskiptakerfi viðskiptavina við viðskiptakerfi okkar, skýrslugerð og uppgjörskerfi og skapar þannig tækifæri til sjálfvirknivæðingar ferla.
Prufukerfi
Elma býður verðandi markaðsaðilum uppá að prufukerfi sem gerir markaðsaðilum kleift að kynnast viðskiptakerfinu og undirbúa sig fyrir þátttöku í viðskiptum.