Langtímauppboð

Langtímauppboðskerfi Elmu

Elma býður upp á rafrænt og sveigjanlegt uppboðskerfi fyrir langtímasamninga með rafmagn. Um er að ræða sértækt, sjálfvirkt kerfi þar sem seljandi eða kaupandi raforku getur boðið til sölu eða kaups raforkusamninga með eigin skilmálum, en þátttakendur gera tilboð byggð á þeim skilmálum sem auglýstir eru fyrir uppboðið. Kerfið reiknar sjálfvirkt út bestu pörun á tilboðum, sem tryggir skilvirka og hlutlausa niðurstöðu. Þannig er tryggt að kerfið þjóni mismunandi þörfum og áherslum markaðsaðila.

Uppboðskerfið er:

  • Öruggt – Notast við tvíþætta auðkenningu og tryggir rekjanleika í viðskiptum.
  • Gagnsætt og sanngjarnt – Öll viðskipti fara fram á grundvelli auglýstra skilmála, sjálfvirkt mat og pörun á tilboðum tryggir jafnræði, og niðurstöður uppboða liggja fyrir án tafar.
  • Notendavænt – Einfalt í notkun með skilvirku viðmóti sem styður við fyrirsjáanleika og öryggi í viðskiptum.

Kerfið byggir á fjórum lykilþáttum: Jafnræði, öryggi, sjálfvirkni og skilvirkni, sem saman stuðla að traustum viðskiptum á markaði.

Viðhengi

Við metum friðhelgi þína

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta vafraupplifun þína, greina umferð á síðuna og sérsníða efni. Með því að halda áfram að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðaðu stefnu okkar um vafrakökur.