Gerast markaðsaðili

Hér má finna upplýsingar um þau skilyrði sem þarf að uppfylla og ferlið við umsókn um aðild að næsta-dags markaði Elmu:

1

Skilyrði & leyfi

Til að geta stundað viðskipti á raforkumarkaði Elmu þarf markaðsaðili að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Heimildir og hæfi

  • Nauðsynlegar heimildir og hæfi til að stunda raforkuviðskipti
  • Uppfylla skilyrði um fyrirsvar og ábyrgðir sem fjallað er um í almennum viðskiptaskilmálum
  • Leggja fram fullnægjandi tryggingar fyrir viðskiptum.

Rafrorkusöluleyfi og jöfnunarábyrgð

  • Gilt leyfi frá raforkueftirliti Orkustofnunnar til þess að stunda raforkuviðskipti.
  • Gengið frá samningi við Landsnet um jöfnunarábyrgð.
2

Umsókn um markaðsaðild

Telji markaðsaðili áðurnefnd skilyrði vera uppfyllt getur hann sótt um markaðsaðild með því að senda eyðublað á [email protected]


Í umsókn þurfa að koma fram almennar upplýsingar um fyrirtækið auk þess sem:

  • Tilnefna þarf tengiliði fyrir samskipti við Elmu auk miðlara sem hafa heimild til að framkvæma viðskipti.
  • Tryggja þarf að tilnefndir aðilar hafi fullnægjandi reynslu og þekkingu til þess að stunda raforkuviðskipti

Umsókn er metin á grundvelli hæfisskilyrða. Elma skuldbindur sig til að gæta jafnræðis, en áskilur sér rétt til að setja sérstök skilyrði ef nauðsyn krefur.

3

Samningur um markaðsaðild

  • Að uppfylltum hæfisskilyrðumer umsókn um aðild að næsta dags markaði Elmu samþykkt.
  • Samninginn má finna hér.
4

Tryggingar & aðgangur að kerfum

  • Eftir undirritun samnings um markaðsaðild fær markaðsaðili aðgang að rafrænu viðskipta- og uppgjörskerfi Elmu.
  • Til að eiga viðskipti þarf markaðsaðili að ganga frá tilskyldum tryggingum eða fyrirframgreiðslu viðskipta.

Við metum friðhelgi þína

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta vafraupplifun þína, greina umferð á síðuna og sérsníða efni. Með því að halda áfram að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast skoðaðu stefnu okkar um vafrakökur.