Um Elma

Elma orkuviðskipti er leiðandi í starfrækslu virks og skipulagðs viðskiptavettvangs fyrir raforku á íslandi og hefur það að leiðarljósi að styðja við stefnu stjórnvalda um fjölbreytt og sjálfbært orkukerfi. 

Elma býður uppá rafrænan uppboðsmarkað fyrir langtímasamninga, sem er sveigjanlegt kerfi þar sem markaðsaðilar geta boðið upp til sölu eða kaups fjölbreytt vöruúrval rafmagns, sem gerir því kleift að þjóna mismunandi þörfum og áherslum markaðsaðila. 

Elma er samhliða að innleiða viðskiptakerfi fyrir skammtímamarkað í samstarfi við Nord Pool, leiðandi þjónustuaðila í Evrópu. Á skammtímamarkaði gegnir Elma hlutverki miðlægs mótaðila, sem tryggir öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Viðskiptin fela í sér klukkustundar vöru með dags fyrirvara, sem hannaður var í samvinnu við hagsmunaaðila á orkumarkaði. Þetta kerfi tryggir aukið öryggi og gagnsæi fyrir alla markaðsaðila og mun leiða til skýrari verðmyndunar. Stefnt er að opnun skammtímamarkaðar í janúar 2025.

Elma, sem er dótturfélag Landsneta hf., styður við nýjungar og fjölbreytni í framleiðslu raforku, svo sem vind- og sólarorku, auk annarra nýjunga. Með traustum og gagnsæjum markaði eykst samkeppnishæfni Íslands til hagsbóta fyrir samfélagið.