Miðlun

Hlutverk

Hér er aðgengilegt ýmislegt efni eins og skýrslur, kynningar og umsagnir.

Umsögn Elmu um drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum (REMIT)

Elma fagnar áformum um setningu hátternisreglna á heildsölumarkaði, að evrópskri fyrirmynd, en varar við að útfærslurnar feli ekki í sér gullhúðun Evrópulöggjafar.

Kynning á uppboðskerfi fyrir sölu raforku

Elma mun á næstu vikum taka í notkun veflægt uppboðskerfi, ætlað til sölu og kaupa á raforku. Áhugasömum er bent á hjálagða kynningu sem útbúin var fyrir framleiðendur raforku.

Uppboðsmarkaður fyrir kaup á raforku - staðlaður samningur

Elma býður kaupendum raforku uppá rafrænan uppboðsmarkað á raforku fyrir langtíma samninga, sem hentar vel við kaup á flutnings-, dreifitöpum og endurkaup á raforku. Staðlaður samningur er hjálagt.

Uppboðsmarkaður fyrir sölu raforku - staðlaður samningur

Elma býður seljendum raforku uppá rafrænan uppboðsmarkað fyrir langtímasamninga. Gerður er staðlaður samningur um slíka þjónustu sem hægt er að nálgast hjálagt.

Matarhola á markaði

Grein eftir Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Elmu sem birtist á Vísi 11. janúar 2024.

Elma fær starfsleyfi til rekstrar raforkumarkaðar

Ráðherra veitti Elma leyfi til að starfrækja markað með raforku 20. desember 2023. Var það mat hans að Elma hefði fullnægjandi þekkingu og hefði sýnt fram á tryggan rekstrargrundvöll starfseminnar.